Mótmælendur farnir út

Lögregla og mótmælendur í anddyri Seðlabankans áður en fólkið fór …
Lögregla og mótmælendur í anddyri Seðlabankans áður en fólkið fór út. mbl.is/RAX

Fólkið, sem fór inn í and­dyri Seðlabank­ans eft­ir úti­fund á Arn­ar­hóli í dag, er nú farið þaðan út.

Einn úr hópi mót­mæl­enda kom með þá til­lögu að lög­reglu­menn, sem voru við öllu bún­ir í óeirðabún­ing­um inn­an við gler­h­urð í and­dyr­inu, létu sig hverfa og þá myndu mót­mæl­end­ur fara út. Sagði hann að frétt­ir hefðu borist af því að Davíð Odds­son væri ekki í hús­inu og þá væri til­gangs­laust að bíða þar.  Lög­regl­an bakkaði og fólkið stóð við sitt.

Um 200 manns eru enn utan við Seðlabank­ann. Lög­regl­an er mjög fjöl­menn á staðnum og er við öllu búin.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert