Mótmælendur farnir út

Lögregla og mótmælendur í anddyri Seðlabankans áður en fólkið fór …
Lögregla og mótmælendur í anddyri Seðlabankans áður en fólkið fór út. mbl.is/RAX

Fólkið, sem fór inn í anddyri Seðlabankans eftir útifund á Arnarhóli í dag, er nú farið þaðan út.

Einn úr hópi mótmælenda kom með þá tillögu að lögreglumenn, sem voru við öllu búnir í óeirðabúningum innan við glerhurð í anddyrinu, létu sig hverfa og þá myndu mótmælendur fara út. Sagði hann að fréttir hefðu borist af því að Davíð Oddsson væri ekki í húsinu og þá væri tilgangslaust að bíða þar.  Lögreglan bakkaði og fólkið stóð við sitt.

Um 200 manns eru enn utan við Seðlabankann. Lögreglan er mjög fjölmenn á staðnum og er við öllu búin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert