Lögreglan á Selfossi fékk aðfaranótt sunnudags tilkynningu um ölvaðan mann sem væri að fara á bíl frá Selfossi til Reykjavíkur. Lögreglumenn mættu bílnum á Suðurlandsvegi rétt norðan við Ölfusárbrú og var hann þá á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km.
Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og lagði á flótta. Eftir nokkra eftirför um Selfoss tókst að króa ökumanninn af. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu.
Eftir að runnið var af manninum var hann færður til yfirheyrslu og að því loknu sviptur ökurétti til bráðabirgða.