Réðust inn í Seðlabankann

Mótmælendur við Seðlabankann nú síðdegis. Margir hafa hulið andlit sitt.
Mótmælendur við Seðlabankann nú síðdegis. Margir hafa hulið andlit sitt. mbl.is/Árni Sæberg

Hluti fundarmanna, sem var á Arnarhóli á útifundi í dag, hélt eftir fundinn að húsi Seðlabankans og krafðist þess að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, færi á brott. Nokkrir úr hópnum fóru inn í anddyri bankans og slettu rauðri málningu á veggi og köstuðu eggjum.

Lögregla er á staðnum og hefur að sögn viðstaddra hótað þeim, sem fóru inn í bankann, því að piparúða verði beitt til að rýma svæðið farið fólkið ekki út með góðu.  

Fólk hefur nú sest utan við bankann og í anddyrinu og syngur þar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka