Starfsmenn Rúv boða til funda

Tækni­menn á Rík­is­út­varp­inu hafa boðað til fund­ar sín á milli kl.19 kvöld til að ræða hvernig staðið var að mál­um í upp­sögn­um í vik­unni, en mik­ill­ar ólgu gæt­ir meðal starfs­manna vegna þeirra. Aðrar deild­ir inn­an Rúv hafa verið hvatt­ar til að halda einnig fundi og mun frétta­deild­in hitt­ast að lokn­um kvöld­frétt­um.

Að sögn Eg­ils Jó­hann­es­son­ar, tækni­manns, mun fund­ur þeirra í kvöld ekki hafa áhrif á út­send­ingu sjón­varps og út­varps, en hann seg­ist ekki geta sagt til um fram­haldið. „Það er búið að halda fund þar sem var skýrt út fyr­ir okk­ur hver staðan væri frá sjón­ar­hóli stjórn­enda og í fram­haldi af því ákváðum við sjálf­ir að halda fund okk­ar á milli og erum búin að hvetja aðrar deild­ir til að gera slíkt hið sama.“

Upp­sögn Jan Murtom­aa tækni­manns til margra ára er sér­stak­lega um­deild og hafa sum­ir starfs­menn Rúv kallað eft­ir sam­stöðu um að mót­mæla henni. Eg­ill seg­ir eng­ar sér­stak­ar aðgerðir hafa verið boðaðar, en hon­um heyr­ist á hljóðinu inn­an­húss að flest­ar deild­ir ætli sér einnig að kalla til fund­ar sín á milli.

„Okk­ur lang­ar til að funda um ástandið því það snýr beint að okk­ur. Það er svo margt uppi á borðinu og marg­ir furða sig á því hvernig hægt er að láta starfs­menn á gólf­inu taka allt höggið. Svo er búið að gefa í skyn að við eig­um að lækka í laun­um í miðri kjara­bar­áttu okk­ar, þar sem lægst launaða fólkið í hús­inu dreg­ur áfram skút­una.“ Hann tek­ur þó fram að funda­boðunin sé ekki hugsuð sem hót­un við stjórn­end­ur held­ur ein­ung­is til að starfs­menn geti rætt mál­in á eig­in for­send­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert