Svara að vænta frá Kjararáði

Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra mbl.is/Golli

Kjararáð fundar í dag. Í kjölfarið mun væntanlega liggja fyrir niðurstaða um þá beiðni Geirs H. Haarde forsætisráðherra að laun þeirra sem Kjararáð ákveður verði tímabundið lækkuð um 5-15%.

Síðast var fundur hjá Kjararáði á föstudag og lauk honum án niðurstöðu. Guðrún Zöega, formaður Kjararáðs, sagði hins vegar að fundi loknum að ráðið vonaðist til að hafa svar við beiðni forsætisráðherra nú strax eftir helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert