Kjararáð fundar í dag. Í kjölfarið mun væntanlega liggja fyrir niðurstaða um þá beiðni Geirs H. Haarde forsætisráðherra að laun þeirra sem Kjararáð ákveður verði tímabundið lækkuð um 5-15%.
Síðast var fundur hjá Kjararáði á föstudag og lauk honum án niðurstöðu. Guðrún Zöega, formaður Kjararáðs, sagði hins vegar að fundi loknum að ráðið vonaðist til að hafa svar við beiðni forsætisráðherra nú strax eftir helgi.