Sýknaður af ákæru fyrir peningafals

Falsaðir peningaseðlar.
Falsaðir peningaseðlar. mbl.is/Júlíus

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur sýknað tví­tug­an karl­mann af ákæru fyr­ir að falsa pen­inga­seðla. Sam­kvæmt ákæru voru seðlarn­ir notaðir til að greiða fyr­ir pítsur, sem send­ar voru heim til manns­inss, en dóm­ari taldi ekki sannað, að maður­inn  hefði borgað með seðlun­um. Má ráða af niður­stöðunni að um hand­vömm lög­reglu hafi verið að ræða.

Fram kem­ur í dómn­um, að pítsu­send­ill fór heim til unga manns­ins með tvær pítsur og gos, sem hann pantaði. Reikn­ing­ur­inn var upp á rúm­ar 6000 krón­ur.  Maður­inn greiddi með tveim­ur 5000 króna seðlum  og að sögn pítsu­sendils­ins vildi hann ekki fá til baka.

Send­ill­inn sagði að þegar hann kom aft­ur á veit­ingastaðinn hafi hann gert sér grein fyr­ir því að seðlarn­ir voru óvenju­leg­ir og virt­ust vera prentaðir í venju­leg­um prent­ara. Hann lét veit­inga­stjór­ann vita sem kallaði lög­reglu til.

Sá sem pítsurn­ar keypti kom með marg­ar skýr­ing­ar á því hvernig hann hefði fengið seðlana. Hann sagðist ým­ist hafa fengið þá í vinn­ing í spila­víti eða fengið þá þegar hann seldi farsíma. Heima hjá mann­in­um fannst bréf frá fanga á Litla-Hrauni þar sem lýst var ráðagerð um það að falsa pen­inga­seðla og kaupa fyr­ir þá fíkni­efni af ein­hverj­um Lit­há­um og hagn­ast um millj­ón­ir á fyr­ir­tæk­inu.

Dóm­ur­inn seg­ir hins veg­ar í niður­stöðu sinni, að lög­reglu­menn hafi farið í mat­söl­una og tekið við seðlun­um úr hendi versl­un­ar- eða varðstjór­ans þar. Sá maður hafi aldrei verið yf­ir­heyrður í mál­inu og því verði ekk­ert full­yrt um það hvernig seðlar þess­ir voru geymd­ir fram að því að þeir voru af­hent­ir lög­regl­unni og þá hvort þeim hafði verið haldið aðgreind­um frá öðrum seðlum. Ekki sé óhætt að slá því föstu að seðlarn­ir, sem málið snú­ist um, séu þeir ákærði maður­inn af­henti sendl­in­um í um­rætt sinn. Því beri að sýkna mann­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka