Nokkur hundruð manns hafa safnast saman á Arnarhóli þar sem Borgarahreyfingin boðaði til þjóðfundar kl. 15. Hreyfingin hvetur landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á fundinn.
Borgarahreyfingin er regnhlífarsamtök þeirra hópa sem að undanförnu hafa haft sig í frammi „vegna þess gjörningarveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina,“ líkt og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.
Frummælendur á fundinum eru eftirfarandi:
Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál. Fundarstjóri er Edward Huijbens landfræðingur.