Þjóðfundur á Arnarhóli

Skv. upplýsingum frá lögreglunni voru á bilinu 800 til 1000 …
Skv. upplýsingum frá lögreglunni voru á bilinu 800 til 1000 manns viðstödd fundinn. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkur hundruð manns hafa safnast saman á Arnarhóli þar sem Borgarahreyfingin boðaði til þjóðfundar kl. 15. Hreyfingin hvetur landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á fundinn.

Borgarahreyfingin er regnhlífarsamtök þeirra hópa sem að undanförnu hafa haft sig í frammi „vegna þess gjörningarveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina,“ líkt og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Frummælendur á fundinum eru eftirfarandi:

Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál. Fundarstjóri er Edward Huijbens landfræðingur. 

Nokkrir mótmælendur eru mættir á Arnarhól til að vera viðstaddir …
Nokkrir mótmælendur eru mættir á Arnarhól til að vera viðstaddir þjóðfund Borgarahreyfingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Mótmælendur á Arnarhóli.
Mótmælendur á Arnarhóli. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka