Veiða síld við hafnirnar

mbl.is

Þrjú skip köstuðu á síld út af höfnunum í Keflavík og Njarðvík í gær og fengu ágætisafla. Þótt síldin sé blönduð verður reynt að vinna sem mest af henni til manneldis, að sögn Ólafs Einarssonar, skipstjóra á Álsey VE, sem var á leið til Eyja með 900 tonn.

Síldveiðiskipin hættu veiðum á Breiðafirði vegna sníkjudýrs sem herjar þar á síldina. Ekki er hægt að vinna sýkta síld til manneldis og fór því aflinn sem fékkst á Breiðafirði eftir að sníkjudýrið greindist í bræðslu. „Maður er uggandi yfir ástandinu, ekki síst ef stór hluti síldarinnar drepst úr þessu,“ sagði Ólafur. Hann sagði óskrifað blað hvert yrði haldið næst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka