Vinstrihreyfingin-grænt framboð nýtur nú mesta fylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið niður í 21% og hefur ekki mælst minna.
Samkvæmt könnuninni er fylgi VG nú 32%, fylgi Samfylkingar 31%, Sjálfstæðisflokks 21%, Framsóknarflokks 8% og Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar 3%.
Um 32% aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
10% vildu ekki svara spurningu um stuðning við flokk og 16% sögðust myndu skila auðu.