„Við viljum bara réttlæti“

Mótmælendur við Seðlabankann nú síðdegis.
Mótmælendur við Seðlabankann nú síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vild­um Davíð [Odds­son seðlabanka­stjóra] burt. Mjög ein­föld krafa og það er ekk­ert hlustað á þessa kröfu. 90% þjóðar­inn­ar vildi hann burt. Gæti það verið skýr­ari krafa,“ sagði Guðjón Heiðar Val­g­arðsson, einn mót­mæl­enda í sam­tali við mbl.is.

„Við kus­um hann ekki sem seðlabanka­stjóra, hann var bara val­inn,“ seg­ir Guðjón sem krefst þess að stjórn­völd sem og aðrir í þjóðfé­lag­inu fari að sýna ábyrgð. 

Tæp­lega 100 mót­mæl­end­ur, sem tóku þátt í þjóðfund­in­um sem fram fór við Arn­ar­hól í dag, fór inn í and­dyri Seðlabank­ans eft­ir fund­inn. Á bil­inu 40 til 50 lög­reglu­menn vörnuðu þeim inn­göngu. Mót­mæl­end­urn­ir eru nú farn­ir út.

Guðjón seg­ir að mót­mæl­end­urn­ir krefj­ist breyt­inga. „Kerfið er gallað og það þarf að finna nýj­ar leiðir,“ seg­ir hann. „Við ætl­um ekki að beita of­beldi. Við vilj­um bara rétt­læti.“

Aðspurður seg­ir Guðjón að mót­mæl­end­urn­ir hafi rætt mál­in í mestu friðsemd við lög­regl­una. Mót­mæl­end­ur hafi samþykkt að yf­ir­gefa svæðið ef lög­regl­an hörfaði, og var það gert.

„Geir Jón [Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu] kom og spjallaði við okk­ur, og ræddi mál­in á ró­leg­um nót­um. Hann er að vinna sína vinnu eins og all­ir þess­ir lög­reglu­menn. Þeir eru sett­ir í erfiða stöðu og það gera sér all­ir grein fyr­ir því. En þeir verða að lofa okk­ur því að vera ekki að beita okk­ur of­beldi,“ seg­ir Guðjón.

„Það er allt á suðupunkti í þessu sam­fé­lagi og það eru all­ir meðvitaðir um það. Aðgerðir eru því óumflýj­an­leg­ar og þær ger­ast af sjálfu sér þessa dag­ana. Þetta var ekki skipu­lögð aðgerð. Þarna var bara fólk sem var brjálað og vildi fá rödd sína heyrða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka