Vill kjósa um ESB-aðild

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/ÞÖK

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir á vefsíðu sinni, að einhliða áróður hagsmunaafla um Evrópusambandsaðild sé farinn að þvælast fyrir upplýstri umræðu og ákvarðanatöku um framtíðina á Íslandi. „Þá er bara ein leið fær. Við kjósum um hana," segir Ögmundur, sem segir jafnframt að efasemdir hans sjálfs um ESB-aðild fari vaxandi.

„Lýðræðisleg niðurstaða á að ráða  - í öllum málum. Líka um Evrópusambandið," segir Ögmundur. „Forræðishyggja þeirra sem ekki treystu þjóðinni til að kjósa um EES-samninginn, og einhliða áróðurinn sem alla tíð hefur fylgt þeim gjörningi eins og öðru, verður að vera liðinn undir lok. Ef það er eitthvað sem þarf að treysta í íslensku samfélagi þá er það lýðræðið á öllum stigum og í öllum málaflokkum."

Heimasíða Ögmundar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert