Aukin ánægja með störf flestra ráðherra

Aukin ánægja er með störf flestra ráðherrar ríkisstjórnarinnar síðan í …
Aukin ánægja er með störf flestra ráðherrar ríkisstjórnarinnar síðan í september Morgunblaðið/ Golli

Ánægja með störf ráðherra ríkisstjórnarflokkanna hefur aukist frá því fyrr í haust ef marka má nýjan Þjóðarpúls Capacent Gallup fyrir desember. Á heildina litið ríkir meiri ánægja með ráðherra Samfylkingar en Sjálfstæðisflokks og er Jóhanna Sigurðardóttir félags- tryggingamálaráðherra sem fyrr langvinsælust.

Rúm 73% landsmanna eru nú ánægð með Jóhönnu sem þýðir að ánægja með störf hennar hefur aukist um 12,6 prósentustig frá síðustu mælingu, sem framkvæmd var í september. Næst mest ánægja ríkir með störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af ráðherrum Samfylkingar, því 36,3% segjast svarenda segjast ánægð með hana. Það er 16 prósentustiga aukning frá septembermánuði.

Á heildina litið ríkir hinsvegar meiri ánægja með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, líkt og síðast skorar hún hæst innan Sjálfstæðisflokks og jafnframt eru næstflestir landsmenn ánægðir með hennar störf innan ríkisstjórnarinnar, eða 40%.

Rúm 27% svarenda segjast nú vera ánægð með störf forsætisráðherra, Geirs H. Haarde en hlutfallið var 21,8% í september. Guðlaugur Þór Þórðarson og Einar K. Guðfinnsson standa nokkurn veginn í stað með 22% og 12,8%, en hinsvegar hefur dregið úr ánægju með störf Björns Bjarnasonar, úr 10,9% í 10,5%. Mæling Gallup sýnir sem fyrr minnsta ánægju með störf fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen og hefur dregið úr, því aðeins 4,5% landsmanna eru ánægð með hann samanborið við 5,9% í september.

Þegar kemur að iðnaðarráðherra Össuri Skarphéðinssyni segist tæpur fimmtungur svarenda vera ánægð með störf hans sem er um þriggja prósentustiga aukning frá september. Stuðningur við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur einnig aukist lítillega, úr 27% í 30%. Þórunn Sveinbjarnardóttir mælist nú með 17,7% en meðal ráðherra Samfylkingar ríkir minnst ánægja með störf Kristjáns L. Möller, aðeins 13%.

Jóhanna Sigurðardóttir heldur sæti sínu sem sá ráðherra sem flestir …
Jóhanna Sigurðardóttir heldur sæti sínu sem sá ráðherra sem flestir eru ánægðir með
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert