Bjarga á fyrirtækjunum

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynna áætlun ríkisstjórnarinnar …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynna áætlun ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/Kristinn

Nú ligg­ur fyr­ir tólf liða áætl­un um að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja í land­inu. Verða m.a. stofnuð  sér­stök eignaum­sýslu­fé­lög á veg­um bank­anna sem hafi um­sjón með eign­ar­hlut­um í fyr­ir­tækj­um, þar sem ákveðið hef­ur verið að breyta skuld­um í eigið fé.

1. Stjórn­völd gera bankaráðum hinna nýju banka að setja sér skýr­ar viðmiðun­ar­regl­ur um fyr­ir­greiðslu við fyr­ir­tæki í land­inu með það að mark­miðið að vernda störf og stuðla að áfram­hald­andi starf­semi líf­væn­legra fyr­ir­tækja.

2. Stofnuð verða sér­stök eignaum­sýslu­fé­lög á veg­um bank­anna sem hafi um­sjón með eign­ar­hlut­um í fyr­ir­tækj­um, þar sem ákveðið hef­ur verið að breyta skuld­um í eigið fé.

3. Skipaður verðu óháður umboðsmaður viðskipta­vina í hverj­um banka og skip­ar bankaráð umboðsmann­inn. Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir eðli­leg­ast að bankaráðin taki þess­ar ákv­arðanir.

4. Við end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja verða vald­ar leiðir sem efla sam­keppni eða hamla sam­keppni minnst.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að regl­urn­ar verði að vera skýr­ar og að all­ir eigi aðgang að bönk­un­um hafi þeir áhuga á að kaupa fyr­ir­tæki í fjár­hagskrögg­um. Slá verði á tor­tryggn­ina. Geir H. Haar­de seg­ir bank­ana verða að taka ákvörðun um það sjálf­ir hvenær rétt sé að selja. Það geti verið skyn­sam­legt að bíða og selja fyr­ir­tæki síðar.

5. Rík­is­stjórn­in mun liðka fyr­ir stofn­un end­ur­reisn­ar­sjóðs, öfl­ugs fjár­fest­inga­sjóðs at­vinnu­líf­is­ins með þátt­töku líf­eyr­is­sjoða, banka og annarra fjár­festa.

Ingi­björg seg­ir ekki gert ráð fyr­ir því að rík­is­stjórn­in setji fjár­magn í end­ur­reisn­ar­sjóðinn held­ur bank­arn­ir, en  hún komi að at­vinnu­skap­andi fram­kvæmd­um. Vinna verði með sveit­ar­fé­lög­um svo fram­kvæmd­um sé ekki ýtt úr vör á sama tíma.

6. Rík­is­stjórn­in hvet­ur til þess að í fjár­fest­inga­stefnu sinni taki end­ur­reisn­ar­sjóður m.a. til­lit til sjón­ar­miða er lúta að góðum stjórn­ar­hátt­um og sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja.

7. Stjórn­in lýs­ir yfir vilja til að greiða fyr­ir upp­gjöri við er­lenda kröfu­hafa með því að bjóða þeim hluta­fé í nýju bönk­un­um.

For­sæt­is­ráðherra seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að kröfu­haf­ar eign­ist bank­ana al­veg, en ekk­ert liggi fyr­ir um eign­ar­hald þeirra á þess­ari stundu.

8. Fyr­ir­tæki fá að gera upp í er­lendri mynt á nýju ári.

9. Líf­eyr­is­sjóðir mega eiga íbúðir til langs tíma.

10. Áhersla verður lögð á mannafls­frek­ar at­vinnu­skap­andi aðgerðir.

11. Stjórn­völd ætla að beita sér fyr­ir end­ur­skoðun á ákvæðum hluta­fé­lagalaga, skatta­laga og annarra laga.

12. Rík­is­stjórn­in mun í sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins fara yfir ný­sett­ar regl­ur um gjald­eyr­is­höml­ur sem ætla að styrkja gengi krón­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert