Fái ekki flýtimeðferð

Sam­bands ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA) ít­rek­ar þá skoðun að ákv­arðanir um aðkomu RÚV að aug­lýs­inga­markaði séu tekn­ar með lang­tíma­sjón­ar­mið í huga og ekki tekn­ar í flýti.
 
Þar sem eitt af hlut­verk­um aðild­ar­stofa SÍA er að gæta hags­muna viðskipta­vina sinna vill stjórn SÍA hvetja til þess að allt verði gert til þess að eðli­leg sam­keppni ríki á ís­lensk­um aug­lýs­inga­markaði.

SÍA seg­ir það einnig hag og rétt ís­lenskra neyt­enda að aug­lý­send­ur nái til viðskipta­vina sinna með eins góðum og hag­kvæm­um hætti og kost­ur er hverju sinni. Þar skipti máli að aug­lý­send­ur geti með nokk­urri vissu gefið sér að aug­lýs­ing­ar í sjón­varpi ber­ist til þeirra sem þeim er ætlað, en einnig og ekki síður að næg fjöl­breytni ríki á aug­lýs­inga­markaði til að eðli­leg sam­keppni þríf­ist. Þannig séu hags­mun­ir aug­lý­senda best tryggðir.
 
SÍA lýs­ir sig reiðubúið að koma að vinnu mennta­málaráðuneyt­is­ins í þessu máli, enda hags­mun­ir viðskipta­vina SÍA-stof­anna rík­ir hvað þetta varðar.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert