Kjararáð getur ekki lækkað launin

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Sverrir

Kjararáð ætl­ar ekki að lækka laun æðstu ráðamanna. Rík­is­stjórn­in ætl­ar hins veg­ar að leita lausna til þess að lækka laun­in. Til greina kem­ur að setja lög. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú rétt í þessu.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir daga­spurs­mál hvenær ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna ákvörðunar kjararáðs verður kynnt. Geir skrifaði bréf til kjararáðsins þar sem beint var þeim til­mæl­um til ráðsins að það ákveði tíma­bundið launa­lækk­an­ir á bil­inu 5-15% hjá þeim sem heyra und­ir ráðið.

Kjararáð vís­ar m.a. í lög um ráðið og tel­ur þau ekki heim­ila að tek­in verði ákvörðun um launa­lækk­un með þess­um hætti. Ráðið seg­ir að sér sé ljóst að hrun ís­lensku bank­anna og hin alþjóðlega fjár­málakreppa hafi haft og muni hafa mjög al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir all­an al­menn­ing og rík­is­sjóð. Lík­legt sé, að áhrif­in á launaþróun verði veru­leg. Ráðinu sé hins veg­ar ekki ætlað að vera stefnu­mót­andi um kjaraþróun í land­inu.

„Í ljósi þess að skammt er liðið frá því að efna­hags­áföll­in dundu yfir, kjara­samn­ing­ar hafa ekki verið end­ur­skoðaðir og traust gögn um launaþróun síðustu tveggja mánaða liggja ekki enn fyr­ir, tel­ur kjararáð ekki laga­skil­yrði til að fella nýj­an al­menn­an úr­sk­urð um laun og starfs­kjör þeirra, sem úr­sk­urðar­vald ráðsins tek­ur til. Kjararáð mun, eins og endra­nær, fylgj­ast með þróun kjara­mála og taka málið upp þegar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir, sem gera það skylt," seg­ir í svar­bréfi ráðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka