Mikilvægar og þarfar aðgerðir

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/G.Rúnar

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ánægður með tólf liða áætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu. Hann segir að nú ríði á að koma stefnumörkuninni í framkvæmd sem fyrst

„Við teljum að þetta séu mjög mikilvægar ákvarðanir sem þarna hafa verið teknar en það þarf að vinna úr þeim til að þær skili tilætluðum árangri,“ segir Vilhjálmur. „Þetta gerist ekki bara með því að veifa hendi en stefnumörkunin sem þarna kemur fram er mjög mikilvæg og nú þarf að bretta upp ermar og koma henni í framkvæmd.“

Vilhjálmur nefnir sérstaklega að það sé gleðiefni að ríkisstjórnin lýsi vilja til að bakka út úr þeim gjaldeyrishömlum sem settar hafa verið, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. „Eins er ég mjög ánægður með að ríkisstjórnin skuli núna hafa markaða stefnu um að semja við erlenda lánadrottna, fá þá inn sem eignaraðila að bönkunum og koma bankaviðskiptum milli íslenskt atvinnulífs og erlendra lánadrottna í eðlilegt horf.“

Aðspurður hvort hann sakni einhverja atriða sem hann hefði viljað sjá í aðgerðaráætluninni segir Vilhjálmur svo ekki vera, allt sem þarna sé sett fram sé mjög eðlilegt og margt mjög þarft. „Það er hægt að vinna úr þessu öllu saman. Það sem skiptir mestu máli er að taka réttar ákvarðanir og allt það sem þarna kemur fram er eitthvað sem getur fært hlutina til rétts vegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert