Styttan af Kristjáni IX framan við stjórnarráðið í Lækjargötu varð hluti af mótmælum gærdagsins á táknrænan hátt þegar neyðarblysi var komið fyrir í útréttri hönd Kristjáns sem sögunni samkvæmt heldur á stjórnarskrá Íslendinga.
Neyðarkall Kristjáns hófst eftir að loknum þjóðfundi á Arnarhóli í tilefni fullveldisdagsins 1. desember og vakti fagurrauður bjarminn sem á stjórnarráðið féll athygli vegfarenda.