Páll Magnússon útvarpsstjóri bað stjórn Félags fréttamanna um fund í morgun til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri vegna harðrar ályktunar félagsins þar sem fréttalestur hans er meðal annars afþakkaður vegna þess sem er sagt vera skilningsleysi á hlutverki Ríkisútvarpsins. Aðalbjörn Sigurðsson formaður félagsins segir að engar breytingar séu á afstöðu félagsins eftir fundinn með útvarpsstjóra í dag. Félagið hefur óskað eftir fund með Menntamálanefnd Alþingis um málið.