Styrkja verður bankana

Miklu máli skiptir að fá erlenda fjárfesta að rekstri nýju bankanna. Fulltrúar skilanefnda gömlu bankanna þriggja hafa um nokkurt skeið rætt við kröfuhafa þeirra með það í huga. Þetta segir viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson.

Björgvin segir bankana þurfa öflugt bakland og fjölbreytt- og dreift eignarhald. Það myndi skjóta frekari stoðum undir framtíðarrekstur bankanna.

„Það mun mæða á okkur að aðstoða og endurskipuleggja rekstur margra stórra fyrirtækja. Bankarnir verða að öðlast trúverðugleika erlendis til að geta sótt fjármagn og stuðning þangað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert