Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum í október í fyrra og mars sl. Þá var bótakröfum jafnframt vísað frá dómi.
Honum var m.a. gefið að sök að hafa strokið annarri stúlkunni um bakið utanklæða og látið þau orð falla að honum liði illa og straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana.
Þá var honum einnig gefið að sök að hafa faðmað aðra stúlku og kysst hana
nokkrum sinnum á kinnina. Auk þess hafi hann reynt að kyssa hana á munninn og látið þau orð
falla að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg.
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur m.a. fram háttsemi hans geti ekki talist vera kynferðislegt áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Þá verði ekki heldur fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.