Þarf að stilla mótmælum í hóf

00:00
00:00

Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra seg­ir skilj­an­legt að fólk mót­mæli stjórn­ar­far­inu og eft­ir­lits­stofn­un­um . Það eigi rétt á því. Það þurfi þó að stilla mót­mæl­um í  hóf og koma í veg fyr­ir of­beldi.  Vinstri  græn­ir mæl­ast nú sem stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn og fylgi við rík­is­stjórn­ina dvín­ar mikið. Árni seg­ir svona svipt­ing­ar eins og séu í þjóðfé­lag­inu í dag jafn­an leiða til þess að stjórn­ar­andstaðan fái byr í segl­in og því komi fylgi Vinstri grænna ekki á óvart. 

Ráðherr­ar hafa ekki tekið í mál að segja af sér og þrátt fyr­ir að Sam­fylk­ing­in vilji breyt­ing­ar í Seðlabank­an­um hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki viljað það. En hvernig á þá að koma til móts við kröf­ur fólks um breyt­ing­ar?  Árni seg­ir að mestu skipti að ná tök­um á verðbólg­unni og til þess þurfi að draga úr geng­is­sveifl­um. Það verk­efni geti ekki beðið. Verðbólg­an og gengið hafi mest áhrif á lán fólks og þess vegna hangi aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar sam­an við það ástand sem fólk sé að mót­mæla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert