Viðgerð fyrir mistök

Laugavegur.
Laugavegur. mbl.is/Golli

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur segir, að það hafi verið mistök að hefja framkvæmdir á gatnamótum Laugavegar og Vitastígs í morgun en loka þurfti fyrir umferð á meðan. Verður Laugavegurinn opnaður á ný í kvöld og frekari viðgerðum frestað fram yfir áramót.

Framkvæmdasviðið segir, að hörð viðbrögð, m.a. frá kaupmönnum við Laugaveginn, hafi orðið við lokun götunnar.

„Hjá Framkvæmda- og eignasviði er litið á það sem mistök að hafa farið út í þessar framkvæmdir á þessum árstíma og beðist er velvirðingar á truflun sem fylgdi þessari viðhaldsvinnu," segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert