Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur

Auður Björk Guðmundsdóttir, formaður FVH, afhenti Geir H. Harde, forsætisráðherra, …
Auður Björk Guðmundsdóttir, formaður FVH, afhenti Geir H. Harde, forsætisráðherra, skýrsluna í dag.

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur tekið saman helstu niðurstöður vinnuráðstefnu, sem haldin var á Bifröst nýlega og var skýrsla félagsins afhent  forsætisráðherra í dag.   

Í tilkynningu frá félaginu segir, að tillögurnar séu mjög í samræmi við áherslur í viðskiptafræði og hagfræði eins og greinarnar eru kenndar í háskólum og stundaðar í fyrirtækjarekstri og stjórnun almennt. Þar sé lögð áhersla á að til að ná árangri þurfi skýra stefnu og framtíðarsýn, leggja þarf upp með skilvirka aðgerðaráætlun með mælanlegum markmiðum og til að ná sem bestum árangri þarf að skapa góða lisðheild þar sem traust og samvinna eru lykilþættir.

Helstu þættir tillagnanna eru þessir:

Peninga-, gjaldmiðla- og alþjóðamál

  • Stjórnvöld sýni fulla pólitíska og faglega samstöðu um áætlun ríkisstjórnarinnar um efnahagsstöðugleika 
  • Vanda vel undirbúning vegna fleytingar krónunnar og upplýsa sem mest um horfur og áætlanir til lengri og skemmri tíma
  • Samræmd aðgerðaráætlun um endurreisn efnahagslífsins sem gerð yrði opinber til að eyða óvissu á fjármálamörkuðum
  • Viðræður við ESB um fulla aðild og flýtimeðferð við upptöku evru

Bankakerfið: Eignarhald og endurreisn

  • Gagnsæ og skjót einkavæðing bankanna
  • Erlendir aðilar komi að rekstri og eignarhaldi bankanna
  • Lagasetning til varnar óhóflegri áhættusækni
  • Ítarleg endurskoðun óháðra aðila á laga- og reglugerðarumhverfi bankanna
  • Skapa tiltrú á framtíðarstöðugleika og vexti m.a. með tafarlausri stefnumörkun í Evrópumálum
  • Óháðar rannsóknir á hruni bankanna
  • Varast ber skammtímalausnir

Atvinnusköpun og öflun gjaldeyris

  • Tækifæri í heilbrigðisþjónustu
  • Uppbygging þekkingarmiðstöðva
  • Aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum
  • Sjávarútvegurinn, mesta gjaldeyrisöflunin
  • Tækifæri í ferðaþjónustunni
  • Sprotafyrirtæki verði efld
  • Löðum að erlend fyrirtæki
  • Lærum af reynslu annarra 

Vellíðan landsmanna

  • Bætt upplýsingamiðlun stjórnvalda til almennings
  • Styrkir til heilsueflingar
  • Menntun
  • Nýting þekkingar Rauða krossins

Vefsíða FVH 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka