Dómari krafðist svara í Keilufellsmálinu

Húsið við Keilufell þar sem árásin var gerð.
Húsið við Keilufell þar sem árásin var gerð.

Framhaldsmeðferð  í Keilufellsmálinu fór fram í gær, rúmlega mánuði eftir að aðalmeðferðinni lauk. Óvenjulegt er að dómari boði aftur til aðalmeðferðar í máli sem þegar hefur verið dómtekið og af spurningum sem dómari lagði fyrir lögreglumenn í gær var augljóst að hann taldi þörf á nánari upplýsingum um veigamikið atriði í málinu.

Í þinghaldinu gætti nokkurrar spennu – og stundum töluverðrar – í samskiptum dómsformannsins Péturs Guðgeirssonar og saksóknarans, Kolbrúnar Sævarsdóttur.

Þegar fyrsti rannsóknarlögreglumaðurinn var kominn í vitnastúkuna beindi dómari því til saksóknarans að bera gögn undir lögreglumanninn en Kolbrún benti á að hún hefði engar spurningar fyrir hann. Dómarinn spurði þá hvort það væri ekki svo að hún sækti þetta mál af hálfu ákæruvaldsins og fékk það svar frá Kolbrúnu að hún hefði tekið það skýrt fram fyrir dómi að hún teldi ekki þörf á að hann og aðrir lögreglumenn sem höfðu verið boðaði kæmu fyrir dóm. „Það var og,“ sagði Pétur og virtist ekki ýkja ánægður með þessi viðbrögð.

Verjendurnir fjórir sáu ekki ástæðu til að spyrja lögreglumanninn þannig að það kom í hlut Péturs að spyrja hann út úr og óhætt er að segja oft hafi verið spurt hvasst.

Lögreglumaðurinn sá m.a. um að rannsaka blóð á bareflum sem talið er að hafi verið beitt í árásinni í Keilufelli. Svör hans báru það með sér að langt var liðið frá rannsókninni og varð hann að lesa gögnin til að rifja málið upp. Pétur dómara brast þá þolinmæðina og spurði hvort lögreglumaðurinn „hefði haft fyrir því“ að lesa gögnin áður en hann kom fyrir dóm. Kom þá upp úr dúrnum að læst hafði verið fyrir aðgang lögreglumannsins að málinu í tölvukerfi lögreglunnar, LÖKE, og hann gat því ekki lestið þau. Ástæðan var sú að hann var ekki lengur „með málið“ eins og það heitir, heldur var það komið í hendur saksóknarans. Lögreglumaðurinn kvaðst, spurður af Sigrúnu Guðmundsdóttur meðdómara, hafa hugleitt að hafa samband við saksóknarann til að geta farið yfir gögnin en ekki hefði komið til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert