„Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“

mbl.is/Kristinn

„Ég vona þér verði ald­r­ei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú ha­f­ir kj­ark til að kæra og að of­b­eld­ismaðurinn verði hand­t­ekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fy­r­ir dóm­sst­óla.“ Þannig hef­st opið bréf til dóms­m­álaráðherra og hæsta­r­éttard­óm­ara, frá Fem­ínist­af­élagi
Íslands í tilefni af 16 daga át­aki gegn ky­n­bundnu of­b­eldi.

Bréfið er sent til Björns Bj­arnasonar, dóms­m­álaráðherra og hæsta­r­éttard­óm­aranna Árna Kolbeinssonar, Garðars Gíslas­onar, Gunn­la­u­gs Claessen, Hjörd­ís­ar Há­k­onard­ótt­ur, Ing­i­bjargar Bened­iktsd­ótt­ur, Jóns Steinars Gunn­la­u­gssonar, Mark­ús­ar Sig­u­rbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorva­ldssonar og Páls Hreinssonar.

Bréf Fem­ínist­af­élags Íslands 

Ég vona þér verði ald­r­ei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú ha­f­ir kj­ark til að kæra og að of­b­eld­ismaðurinn verði hand­t­ekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fy­r­ir dóm­sst­óla. Ég vona að þú fáir rétt­láta dóms­meðferð og að lög­unum í land­inu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi.

Ég vona að of­b­eld­ismaðurinn verði dæ­m­d­ur sekur og að dó­m­u­rinn end­u­rs­pegli alva­rleika gl­æps­ins.

Ég vona að eftir þessa skelf­ilegu rey­nslu náir þú að sofa á næt­ur­nar. Ég vona að þú va­knir ekki upp um miðja nótt við eig­in ös­kur. Ég vona að fjölsk­y­lda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki.

Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjá­ir ekki nauðgarann í hver­jum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir ha­ldið áfram að stunda vinnu og  umg­ang­ast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sárs­au­ki þinn verði ekki svo mikill að þú dey­f­ir hann með efnum.

Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu“.

Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé end­anlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálf­an þig í sátt og set­jir sökina, skö­m­m­ina og sm­ánina þar sem hún á heima.

Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði ald­r­ei nauðgað. 
Kveðja Fem­ínist­af­élag Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert