„Eigum að vinna þetta saman“

Húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins.
Húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins. mbl.is/Árni Torfason

„Við eig­um að vinna þetta sam­an. Lög­in kveða á um það og þannig vil ég vinna að þessu verki áfram,“ seg­ir Sig­ríður Lillý Bald­urs­dótt­ir, for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins, þegar mbl.is spurði hana út í meint sam­starfsslit Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og TR á þjón­ustu­sviði.

Í bréfi sem hef­ur borist for­stjóra TR frá SÍ kem­ur fram að SÍ muni ekki halda áfram að starfa með TR að því að reka sam­eig­in­lega af­greiðslu, þjón­ustu og upp­lýs­inga­gjöf við not­end­ur þjón­ust­unn­ar í Reykja­vík. Það er hins veg­ar skýrt kveðið á þetta sam­starf í lög­um um sjúkra­trygg­ing­ar.

Þá hef­ur starfs­mönn­um á þess­um sviðum verið boðið að sækja um starf hjá SÍ. Stefán Ólafs­son, stjórn­ar­formaður TR, seg­ir í sam­tali við vef­miðil­inn Smuguna að hann hafi áhyggj­ur af því að ef sá fram­kvæmda­máti nýju stofn­un­ar­inn­ar sem nú sé haf­inn haldi áfram, verði það til að veikja Trygg­inga­stofn­un og skaða starf­semi henn­ar.

„Það skipt­ir mjög miklu máli að við vönd­um okk­ur hvað varðar starfs­manna­mál­in,“ seg­ir Sig­ríður Lillý í sam­tali við mbl.is. „Við erum ekki búin að ljúka þessu ferli,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún eigi ekki von á öðru en að menn muni vanda til verka.

„Það fór bréf til starfs­manna [þar sem þeim sé boðið ótil­greint starf] og það hef­ur valdið ákveðnu óör­yggi hjá þeim. Og við hljót­um að reyna slá á það með ein­hverj­um hætti og halda áfram að vinna þetta sam­an eins og við höf­um gert sl. ár,“ seg­ir Sig­ríður Lillý.

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands starfa sam­kvæmt lög­um nr. 112/​2008 um sjúkra­trygg­ing­ar sem tóku gildi þann 1. októ­ber 2008. Stofn­un­in heyr­ir und­ir heil­brigðisráðherra og ann­ast fram­kvæmd sjúkra­trygg­inga. Jafn­framt sem­ur hún um og greiðir fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu.

Mark­mið lag­anna um sjúkra­trygg­ing­ar er að tryggja sjúkra­tryggðum aðstoð til vernd­ar heil­brigði og jafn­an aðgang að heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag. Jafn­framt er mark­miðið að stuðla að rekstr­ar- og þjóðhags­legri hag­kvæmni í heil­brigðisþjón­ustu og há­marks­gæðum þjón­ust­unn­ar eft­ir því sem frek­ast er unnt. Þá er það einnig mark­mið lag­anna að styrkja hlut­verk rík­is­ins sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu og kostnaðargreina þjón­ust­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert