ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ mbl.is

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hélt því fram í útvarpsviðtali í morgun að innganga í Evrópusambandið væri ávísun á viðvarandi atvinnuleysi og launalækkun. Hann lagði áherslu á að lítið hefði farið fyrir göllunum við ESB-aðild í umræðunni. Kostirnir hefðu hins vegar óspart verið tíundaðir. Adolf sagði að samkvæmt tölum fyrir mánuði væri 17,7% fólks undir 25 ára innan ESB án atvinnu.

„Það er alveg skýr afstaða LÍÚ að inn í Evrópusambandið viljum við ekki fara því þá þurfum við að afsala okkur yfirráðarétti yfir auðlindinni og það kemur bara ekki til greina,“ sagði Adolf Guðmundsson.

Hann sagði sjávarútveg flokkaðan með landbúnaði í Evrópusambandinu og félli þar af leiðandi ekki undir frumrétt

„Ef það verður ákveðið að fara inn í Evrópusambandið og ef ekki nást samningar þá föllum við undir svokallaðan afleiddan rétt og þá er hægt að breyta fiskveiðistjórnun með einfaldri ákvörðun í ráðherraráðinu. En auðvitað gengur samningur lengra ef menn ná einhverri sátt en við höfum miklar efasemdir um það,“ sagði Adolf.

Vefsíða LÍÚ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert