Fjárlögin úr nefnd eftir rúma viku

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/G. Rúnar

Gerð fjárlaga fyrir næsta ár miðar áfram og er stefnt að því að fjárlaganefnd Alþingis skili af sér nefndaráliti og tillögum í næstu viku. Gunnar Svavarsson, formaður nefndarinnar, vonast til þess að hægt verði að hefja aðra umræðu um fjárlögin ekki síðar en fimmtudaginn 11. desember.

Nefndin mun í þessari viku ljúka viðtölum við félaga- og hagsmunasamtök og fulltrúa ráðuneyta. Einnig mun hún ljúka yfirferð um safnliði í ríkisreikningnum. „Við eigum von á tillögum frá fastanefndum þingsins til fjárlaganefndar um eða eftir næstu helgi. Svo er von á tillögum ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Eftir það stefnum við að annarri umræðu fjárlaga á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku,“ segir Gunnar Svavarsson. Fimmtudagurinn er ellefti desember.

Hann segist bjartsýnn á að sú áætlun standist. „Já ég vil halda þeirri tímaáætlun þar til annað er ákveðið. Við viljum halda okkur við þingskaparlög, þar sem segir að þriðja umræða skuli hefjast eigi síðar en 15. desember.“ Þann fimmtánda ber upp á mánudag að þessu sinni. „Þá eru ekki nema fimmtán dagar til áramóta og nýtt fjárlagaár, án fjárheimilda, gengur ekki upp í mínum huga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert