Forstjóri gerist sjálfboðaliði

00:00
00:00

Fjöldi sjálf­boðaliða starfar fyr­ir Fjöl­skyldu­hjálp Íslands sem ætl­ar að reyna að hjálpa allt að sex­hundruð fjöl­skyld­um fyr­ir jól­in, helm­ingi fleiri en í fyrra.

Her­mann Ragn­ars­son, for­stjóri  Flot­múrs, not­ar frí­stund­irn­ar til að aðstoða Fjöl­skyldu­hjálp­ina og er þar öt­ull sjálf­boðaliði. Hann seg­ist ekki þekkja neina aðra for­stjóra í sama bransa en er viss um að ef þeir fengju tæki­færi þá myndu þeir una sér vel. Auka­starfið geri hann að betri manni.

Her­mann hóf fer­il sinn hjá Fjöl­skyldu­hjálp­inni þegar lög­regl­an tók hann próf­laus­an á bíl. Hann fékk að afplána með sam­fé­lagsþjón­ustu og eft­ir að henna lauk ákvað hann að halda áfram og sit­ur nú í stjórn fé­lags­ins.

Her­mann seg­ir að það at­vik í starf­inu sem hafi komið verst við hann er þegar hann keyrði út mat fyr­ir veika konu um hríð en þurft að taka sér frí. Heim­ur kon­unn­ar hafi þá hrunið og á end­an­um hafi geðlækn­ir kon­unn­ar látið dótt­ur sína taka við.  

Helga Krist­ín Mo­gensen lækna­nemi keyr­ir núna mat til kon­unn­ar og ætl­ar að halda því áfram þótt Her­mann sé kom­inn til starfa. Hún seg­ist ekki hafa vitað hversu marg­ir þyrftu á Fjöl­skyldu­hjálp­inni að halda og ekki held­ur hvað það séu marg­ir sjálf­boðaliðar sem hjálpi þar til. Hún seg­ist telja að það væri gott fyr­ir fleiri há­skóla­nema að taka þátt í starf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert