Lömbin seld á Facebook

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgi Helgasynir.
Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgi Helgasynir. Mynd bb.is

Bræðurn­ir Sig­urður Arn­fjörð og Guðmund­ur Helgi Helga­syn­ir vinna nú að því að fá kjötvinnsl­una að Núpi í Dýraf­irði lög­gilda svo þeir geti hafið þar fram­leiðslu úr heima­héraði.

„Málið er allt á byrj­un­ar­reit en við höf­um rætt við nokkra smá­söluaðila um að selja vör­una, þar á meðal eina versl­un sem við vilj­um ekki nefna á nafn á meðan enn er eft­ir að ganga frá laus­um end­um“, seg­ir Sig­urður Arn­fjörð hót­el­stjóri að Núpi, í sam­tali við vef Bæj­ar­ins besta.

Um er að ræða til­rauna­verk­efni sem hófst í kjöl­farið á því að ákveðið var að bjóða upp á sér­valið lamba­kjöt úr heima­byggð á mat­seðli hót­els­ins.

„Ég hjálpaði til við smöl­un í Hjarðar­dal í Dýraf­irði í sum­ar og sér­valdi 15 lömb sem jóla­hlaðborðsgest­um á Núpi gefst kost­ur á að snæða og það hef­ur vakið mikla lukku. Nú ætl­um við að ganga enn lengra og ætl­um að taka að okk­ur að vinna öll lömb­in sem leidd verða til slátr­un­ar frá Hjarðar­dal næsta haust, sem verða á bil­inu 300-500. Það er ágæt­is aukn­ing milli ára að fara úr 15 í 300,“ seg­ir Sig­urður.

Næsta skref er að sögn bræðranna um að láta taka út kjötvinnsl­una og gera hana lög­gilda því hún er eins og er ein­ung­is hæf til að vinna kjöt fyr­ir veit­ingastaðinn og þá bænd­ur sem panta sér tíma til að slátra fyr­ir verk­efnið Beint frá býli.

„Við von­umst að með þessu muni fleiri bænd­ur muni taka upp á þessu. Við erum í raun á hverju hausti að missa mik­il verðmæti úr fjórðungn­um með því að senda lömb­in annað í slátrun en ekk­ert slát­ur­hús er á Vest­fjörðum. Þar af leiðandi erum við að búa til störf í öðrum lands­hlut­um í stað okk­ar heima­byggðar. Við vilj­um sporna gegn þessu og halda verðmæta­sköp­un­inni fyr­ir vest­an“, seg­ir Sig­urður.

Bræðurn­ir hafa einnig stofnað Face­book-síðuna „Ég er að vest­an“ sem inni­held­ur rúm­lega 2200 meðlimi. Þeir ætla að styðjast við netið við sölu á kjöt­inu.

„Við mun­um þegar þar að kem­ur, senda tölvu­póst á alla í grúpp­unni og þeir geta þá pantað læri, frampart eða hvað sem þá lang­ar til. Við telj­um okk­ur vera komna með það góðan grunn að við get­um leik­andi létt selt yfir 300 lömb,“ seg­ir Guðmund­ur mat­reiðslu­meist­ari en hann hef­ur starfað lengi vel við mat­artengda ferðaþjón­ustu á veit­ingastaðnum Friðrik V á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert