Setja fyrirvara við þátttöku í endurreisnarsjóði

Lífeyrissjóðir landsins geta ekki tekið þátt í endurreisnarsjóðnum sem ríkisstjórnin boðar nema þeir geti lokið uppgjöri við skilanefndir bankanna með viðunandi hætti fyrir sjóðina.

Þetta segir Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Arnar bendir á að lífeyrissjóðirnir eigi kröfur á gömlu bankana í formi skuldabréfa fyrir 90 til 100 milljarða króna. Viðræðurnar við skilanefndirnar um uppgjör hafi staðið yfir allt frá falli bankanna.

„Þetta er mikil vinna og skilanefndin hefur beðið um frest til að geta gengið frá þessu en við viljum ljúka þessu sem allra fyrst því óvissa þessara mála truflar tryggingafræðilegt uppgjör á sjóðunum 2008. Ef við eigum að koma að endurreisnarsjóðnum verður þessum uppgjörum að vera lokið sem allra fyrst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert