Mikil skjálftavirkni var í Vatnajökli nokkra km norðaustur af Kistufelli um hádegisbil í dag. Að sögn jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands mældist skjálftahrina á svæðinu á milli 12:20 til 12:30. Nokkrir skjálftanna mældust vera um þrír á Richter.
Enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu, en lengra er á milli skjálfta sem stendur. Það er ekki óvanalegt að jarðskjálftar mælist á þessu svæði sögn jarðskjálftafræðings.
Hann segir að starfsmenn Veðurstofunnar muni áfram fylgjast náið með svæðinu.