SUF, Samband ungra framsóknarmanna, hefur sent frá sér ályktun vegna afsagnar Guðna Ágústssonar sem þingmanns og formanns Framsóknarflokksins. Fara ungliðar fögrum orðum um hinn fyrrverandi leiðtoga sinn.
Þar segir:
„Samband ungra framsóknarmanna vill þakka Guðna Ágústsyni fyrir þau góðu störf sem hann hefur innt af hendi fyrir íslenskt samfélag, SUF og Framsóknarflokkinn á löngum stjórnmálaferli, um leið og honum er óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Guðni hefur af kappsemi, baráttugleði og stefnufestu unnið íslenskri þjóð mikið gagn m.a sem formaður SUF, þingmaður og ráðherra.
Orðstír hans sem eins vinsælasta stjórnmálamanns landsins mun seint gleymast og er það von SUF að Framsóknarflokkurinn muni njóta áfram krafta hans um ókomna tíð.“