Þriðja hver síld sýkt

Aðalsteinn Jónsson kemur með síld til Eskifjarðar.
Aðalsteinn Jónsson kemur með síld til Eskifjarðar. mbl.is

Þriðja hver síld sem veiðst hefur í Breiðafirði og í Stakksfirði fyrir utan Njarðvíkur að undanförnu hefur verið sýkt.

Frá Vestmannaeyjum hafa borist fregnir um að síld sem veiddist við Eyjar hafi einnig verið sýkt og grunsemdir eru um sýkta síld sem veiddist í Jökulfjörðum.

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar vinna þessa daga að greiningu síldar sem berst frá veiðiskipunum.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segist enn vera að vona að ekki sé um það að ræða að þriðjungur veiðistofnsins sé sýktur. „Ég er að vona að ástandið sé ekki svona slæmt í sjálfum stofninum. Það hefur verið erfitt að ná síldinni og því gæti verið að betur hafi gengið að ná til sýktrar síldar. Við löndun úr skipi á Hornafirði á mánudag virtist hluti farmsins mjög sýktur, en mun minna þegar neðar kom í lestina þannig að líklegt er að þetta sé breytilegt milli kasta.“

Spurður um það hve stór hluti veiðistofnsins væri inni á Breiðafirði þar sem sýkingarinnar varð fyrst vart segir Þorsteinn ólíklegt annað en að þar sé meira en helmingur veiðistofnsins. Hann sagði að það kæmi sér ekki á óvart þó þarna væru allt að 80-90% veiðistofnsins. Mælingar á stofnstærð íslensku síldarinnar eru m.a. verkefni leiðangurs sem hefst á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert