Áfellisdómur yfir neyðarlögunum?

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. mbl.is/Friðrik

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það ekki áfellisdóm yfir neyðarlögunum að erlendu kröfuhöfunum sé nú boðið að breyta kröfum sínum í gömlu bönkunum í hlutafé í þeim nýju, eins og ríkisstjórnin stefnir nú að. „Nei, þvert á móti. Þetta er úrvinnsla úr neyðarlögunum. Kjarni neyðarlaganna var fyrst og fremst sá að tryggja innlenda bankastarfsemi og sparifjáreigendur og það tókst. Eftir á að hyggja er það nokkuð ævintýralegt að okkur skuli hafa tekist það en svo er okkar að vinna úr falli bankanna.“

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, er ánægð með að semja eigi við erlendu kröfuhafana. „Með þessu er ekki verið að útiloka erlendu kröfurnar eins og virtist vera meiningin í orðum ýmissa ráðamanna sem töluðu fyrst eftir hrun bankanna. En greinilega er hér horfið frá því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert