Rithöfundurinn Gerður Kristný og Jón Hreiðar Erlendsson munu ávarpa mótmælendur sem hyggjast mæta á Austurvöll nk. laugardag kl. 15. Undanfarnar vikur hafa þúsundir mótmælenda mætt á fundinn til að krefjast afsagnar stjórnvalda og kalla eftir kosningum.
Yfirskrift fundanna hefur verið „Breiðfylking gegn ástandinu“. Í tilkynningu frá Herði Torfasyni, skipuleggjanda mótmælanna, segir jafnframt að fundurinn hafi einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og samkennd.