Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga

Matti Vanhanen, annar frá hægri, ásamt öðrum norrænum forsætisráðherrum í …
Matti Vanhanen, annar frá hægri, ásamt öðrum norrænum forsætisráðherrum í Finnlandi nýlega. Reuters

Matti Van­han­en, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, seg­ist hafa beðið Evr­ópu­sam­bandið að und­ir­búa aðild Íslands að sam­band­inu þannig að landið geti gengið í ESB inn­an 6-18 mánaða frá því það sæki um aðild. Boom­berg frétta­veit­an seg­ir frá þessu.

Bloom­berg hef­ur eft­ir Van­han­en, að það yrði mjög auðvelt fyr­ir Íslend­inga, að upp­fylla aðild­ar­kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins. „Þeir upp­fylla flest skil­yrðin og sum þeirra jafn­vel bet­ur en meðal­ríki inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins," seg­ir Van­han­en.

Vísað er til þess, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi lýst því yfir í nóv­em­ber að farið verði yfir alla þætti Evr­ópu­stefnu flokks­ins fyr­ir flokksþing í janú­ar­lok. Þá hafi Sam­fylk­ing­in það á stefnu­skrá sinni, að sækja um aðild að ESB.

Van­han­en seg­ist hafa beðið José Manu­el Barroso, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, að byrja að búa ESB und­ir aðild Íslands. 

„Við vit­um hve nauðsyn­legt það er fyr­ir Ísland að við sýn­um sveigj­an­leika við að leysa þessi vanda­mál ef Ísland vill ganga í Evr­ópu­sam­bandið," seg­ir Van­han­en.

Hann seg­ir að myndi taka Ísland allt frá hálfu ári til 18 mánaða að fá aðild að ESB ef ís­lensk stjórn­völd ákveða að sækja um. 

Van­han­en seg­ist einnig í viðtal­inu hafna þeirri hug­mynd, að Ísland taki upp evru sem mynt áður en landið geng­ur í Evr­ópu­sam­bandið.  „Ég teldi ekki eðli­legt að eiga aðild að evru án þess að vera í ESB. Ég tel að eðli­leg­ast væri að landið fái ESB-aðild fyrst." 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert