Davíð á fund viðskiptanefndar

mbl.is/Valdís Thor.

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, mætti í morgun á fund viðskiptanefndar Alþingis. Tilefni fundarins er meðal annars ummæli seðlabankastjórans á fundi Viðskiptaráðs, þess efnis að hann byggi yfir upplýsingum um ástæður þess að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum þar í landi, frystu eignir hans og knésettu að margra áliti Kaupþing í leiðinni.

Davíð hafði verið boðaður á fund viðskiptanefndar í síðustu viku en hann forfallaðist.

Það var Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem lagði til að Davíð yrði kallaður fyrir nefndina. Árni segir nauðsynlegt að opinberir embættismenn skýri frá þeirri vitneskju sem þeir hafi í þessu máli. Eins þurfi Davíð að skýra verklag Seðlabankans í veitingu upplýsinga um fjármálalegan stöðugleika frá því í maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert