Davíð Oddsson: „Þá mun ég snúa aftur"

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Davíð Odds­son seðlabanka­stjóri seg­ir í viðtali við Bent A. Koch í danska dag­blaðinu Fyens Stiftsti­dende, að hann ætli sér að gegna stöðu seðlabanka­stjóra í nokk­ur ár til viðbót­ar.

„Þá hyggst ég hætta af sjálfs­dáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi for­sæt­is­ráðherra. Verði ég hins veg­ar þvingaður úr starfi horf­ir málið allt öðru­vísi við. Þá mun ég snúa aft­ur í stjórn­mál­in,“ seg­ir Davíð.

Í viðtal­inu, sem ber yf­ir­skrift­ina „Blóra­bögg­ull fólks­ins: Ég varaði við, en eng­inn vildi hlusta“, seg­ist Davíð hafa hreina sam­visku, enda hafi hann lengi varað við því hvert stefndi og verið mjög gagn­rýn­inn í garð nýju auðmann­anna en ávallt talað fyr­ir dauf­um eyr­um.

„Ef við hefðum haft frjálsa fjöl­miðla, sem hefðu getað og viljað veita hinum raun­veru­legu valda­mönn­um aðhald, þá hefðum við ekki leiðst út í ofviðrið sem nú rík­ir,“ seg­ir Davíð og tek­ur fram að hann skilji vel að gremja fólks bein­ist að sér þar sem hann sé tákn­gerv­ing­ur valda­kerf­is­ins í stöðu sinni sem seðlabanka­stjóri.

Spurður hvort hann telji að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB seg­ist Davíð sjálf­ur ennþá vera and­víg­ur því. „En ef flokk­ur minn kemst að þeirri niður­stöðu að sækja eigi um aðild þá mun ég ekki leggj­ast gegn því,“ seg­ir hann. 

Viðtalið við Davíð

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert