Erlendum gestum fjölgar í Leifsstöð

Leifsstöð.
Leifsstöð.

Alls fóru tæp­lega 23.700 er­lend­ir gest­ir frá land­inu í nóv­em­ber um Leifs­stöð, sem er lít­ils­hátt­ar aukn­ing frá því í nóv­em­ber á síðasta ári, þegar 23.100 er­lend­ir gest­ir fóru frá land­inu. Aukn­ing­in nem­ur 2,6% milli ára. Þetta kem­ur fram í taln­ing­um á veg­um Ferðamála­stofu þar sem sjá má skipt­ingu eft­ir þjóðerni.

Ferðum Íslend­inga utan fækk­ar hins veg­ar um­tals­vert. Þannig fóru 16.300 utan í nóv­em­ber síðastliðnum en í sama mánuði á síðasta ári fóru tæp 42 þúsund Íslend­inga utan, sem ger­ir 60% fækk­un.

Aukn­ing er meðal gesta frá Mið Evr­ópu, einkum Þjóðverja, Hol­lend­inga og Frakka. Af Norður­landaþjóðum er aukn­ing meðal Dana og Norðmanna. Norður-Am­er­íku­bú­um, Bret­um og Suður-Evr­ópu­bú­um fækk­ar hins veg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert