Talið er að um 80 manns hafi sótt fund, sem Árni Johnsen, alþingismaður, hélt í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Ætlar Árni að standa stendur fyrir ellefu atvinnulífsþingum í byggðum Suðurkjördæmis þar sem talað er upp en ekki niður, eins og það er orðað í auglýsingum um fundina.
Á fréttavefnum Suðurlandinu.is segir, að fundarboðið hafi gengið eftir í Þorlákshöfn í gærkvöldi og hafi framsögumenn á fundinum verið fullir bjartsýni á stöðu mála í bænum.