Valgerður situr aðeins fram að flokksþingi

mbl.is/Ómar

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á flokksþingi í vor.

„Það er nú svolítið síðan ég tók þessa ákvörðun þó ég geri hana opinbera fyrst núna. Ég hef verið mikið á fundum að undanförnu og hitt margt fólk og þar hef ég gefið í skyn að þetta yrði niðurstaðan," segir Valgerður Sverrisdóttir.

Hún segir að það séu umbreytingar í íslensku þjóðlífi um þessar mundir. Í hönd fari tímar þar sem samfélagið verði byggt upp á nýjan leik.

„Ég hef um ríflega tveggja áratuga skeið starfað í stjórnmálum og varið  öllum mínum kröftum í að vinna að framgangi góðra mála. Ég hef hins vegar lýst þeirri skoðun minni, og ítreka hana hér, að þörf sé á endurnýjun í íslenskum stjórnmálum. Ég hef mikla trú á unga fólkinu í flokknum og vil gefa því tækifæri,“ segir Valgerður.

Hún segist vilja fylgja þessari sannfæringu sinni um nauðsynlega endurnýjun og hafi því ákveðið sitja ekki lengur sem formaður Framsóknarflokksins en til næsta flokksþings framsóknarmanna sem haldið verður í janúarmánuði næstkomandi. Þar verður því kjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins.

Valgerður mun áfram sitja á Alþingi.

„Ég vil gera mitt til að vinna þjóðinni og flokknum allt það sem ég tel að til heilla horfi,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert