Framdi kynferðisbrot gegn barni

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fertugan karlmann, Jóhann Sigurðarson, í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot og húsbrot en maðurinn fór í september inn um glugga á húsi í Reykjavík og inn í svefnherbergi þar sem fimm ára gömul stúlka svaf við hlið ömmu sinnar.

Inni í herberginu klæddi maðurinn litlu stúlkuna úr buxum en stúlkan og amma hennar vöknuðu og ráku hann út. Maðurinn var handtekinn nokkru síðar á grundvelli fingrafara, sem fundust í íbúðinni, og sagðist þá ekkert muna eftir nóttinni.

Maðurinn var sakfelldur fyrir brotið. Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur.

Jóhann á að baki langan brotaferil, þar sem hann var m.a. dæmdur fyrir að taka fjögurra ára gamalt stúlkubarn sofandi úr rúmi sínu og fara með það út úr húsi um hánótt um miðjan vetur.  Þá hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konu, líkamsárás og ítrekuð húsbrot.

Fram kom fyrir dómi, að maðurinn sagðist hafa neytt þunglyndislyfja í níu ár og drykki oft ofan í þau. Hann sagðist ekki hafa kynferðislega hneigð til barna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka