Kvartaði yfir fjarveru ráðherra

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/ÞÖK

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, kvartaði yfir því í upphafi þingfundar á Alþingi í dag að forsætisráðherra og menntamálaráðherra væru ekki til svara í óundirbúnum fyrirspurnum eins og áður hafði verið boðað.

Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, upplýsti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefði boðað veikindaforföll í morgun og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefði boðað forföll af óviðráðanlegum orsökum skömmu fyrir þingfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert