Suðurglugginn segir upp öllu starfsfólki

Öllu starfs­fólki Suður­glugg­ans ehf. sem gef­ur út frétta­blaðið Glugg­ann, hef­ur verið sagt upp störf­um. Að sögn Þóru Þór­ar­ins­dótt­ur, eig­anda Suður­glugg­ans, eru upp­sagn­irn­ar til komn­ar vegna afar erfiðrar rekstr­ar­stöðu í kjöl­far efna­hagsþreng­inga í þjóðfé­lag­inu.

„Þetta er varn­araðgerð. Við erum að leita allra leiða til að upp­sagn­irn­ar þurfi ekki að taka gildi og við get­um haldið áfram að gefa Glugg­ann út. Það er ljóst að staðan er þröng,” seg­ir Þóra Þór­ar­ins­dótt­ir.

Frétta­blaðinu Glugg­an­um hef­ur verið dreift frítt heim til allra Sunn­lend­inga í fimm ár auk þess sem blaðið er opið til af­lestr­ar á Net­inu. Tæp­lega 8000 ein­tök eru bor­in án end­ur­gjalds til allra heim­ila og fyr­ir­tækja í Árnes­sýslu, Rangár­valla­sýslu og Vest­ur-Skafta­fells­sýslu. Fjór­ir fast­ir starfs­menn hafa unnið að út­gáf­unni.

Þóra seg­ir stöðu fríblaða mjög erfiða í ár­ferði eins og nú rík­ir og því séu all­ar leiðir skoðaðar. Eng­ar ákv­arðanir hefi þó enn verið tekn­ar.

„Starfs­menn blaðsins hafa sýnt mik­inn metnað við út­gáf­una, lagt kapp á að sinna öllu Suður­landi og ræða við þá aðila sem tengj­ast frétt­un­um. Við höld­um í von­ina um að okk­ur tak­ist að halda áfram, “ seg­ir Þóra.

Heimasíða Glugg­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka