Kap VE kom að landi í dag með um 700 tonn af síld og vonuðust forráðamenn Vinnslustöðvarinnar að síldin væri hæf til manneldis. Svo fór þó ekki, síldin var sýkt eins og sá afli sem borist hefur undanfarna daga og því varð ekkert af frystingu að þessu sinni, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta.
Þar segir að líklegt sé að aflinn fari því allur í bræðslu.
Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, segir hins vegar í samtali við Eyjafréttir að þrátt fyrir
sýkinguna sé síldin vel hæf til manneldis. Sýkingin sé fyrst og fremst útlitsgalli sem valdi því að erfitt sé að selja hana
til manneldis.