Verða 3-4 þúsund byggingamenn atvinnulausir?

mbl.is/G. Rúnar

Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, óttast að 3-4 þúsund byggingamenn verði atvinnulausir í byrjun næsta árs. Þegar flest var um mitt síðasta ár voru yfir 15 þúsund manns við störf í bygginga- og mannvirkjagerð.

„Við teljum eðlilegt að um 11 þúsund manns séu við þessi störf og fækkun niður í þann fjölda starfsmanna hefði verið aðlögun að eðlilegum aðstæðum.

Nú erum við ekki að tala um aðlögun heldur hrun og sér ekki fyrir endann á því,“ segir Þorbjörn. Bendir hann á að nú séu um 700 faglærðir, íslenskir iðnaðarmenn skráðir atvinnulausir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert