Vikufrestur til að greiða vsk

Gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins september og október, er á morgun. Í lögum um virðisaukaskatt kemur fram, að  sé virðisaukaskattur ekki greiddur á tilskildum tíma eða virðisaukaskattskýrslu ekki skilað skuli aðili sæta álagi.

Vegna þeirra truflana sem orðið hafa á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur viðskiptaráðuneytið, að gildar ástæður séu til að beita heimild í lögunum til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjörstímabilið september og október 2008.

Hefur fjármálaráðuneytið í dag beint þeim tilmælum til skattstjóra að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem er á gjalddaga 5. desember og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 12. desember 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert