Eitthvað rotið í Seðlabankanum

00:00
00:00

Össur Skarp­héðins­son seg­ir Davíð Odds­son hóta rík­is­stjórn­inni, stunda blekk­inga­leik í Seðlabank­an­um og róa að því öll­um árum að sundra sín­um gamla flokki. Hann sakni greini­lega þess að deila og drottna og ætti bara að snúa aft­ur í póli­tík­ina.

Davíð Odds­son hef­ur ít­rekað full­yrt að hann hafi varað ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar við því að bank­arn­ir væru í fall­hættu. Í júní seg­ist hann nú hafa sagt að það væru núll pró­sent lík­ur á því að bank­arn­ir lifðu þetta af.  Ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa neitað því að hafa fengið slíka viðvör­un.

Össur Skarp­héðins­son seg­ir seðlabanka­stjór­ann aldrei hafa rætt um bank­ana við sig. Þvert á móti hafi hann gefið út op­in­bert heil­brigðis­vott­orð fyr­ir bank­ana í maí. Geir H. Haar­de seg­ir hins­veg­ar seðlabanka­stjór­ann vitna í sím­tal sem hann muni ekki sjálf­ur eft­ir.

En hversu lík­legt er að for­sæt­is­ráðherra sem fengi sím­tal frá Seðlabanka­stjór­an­um um að núll pró­sent lík­ur væru á því að bank­arn­ir lifðu af myndi gleyma því? Geir svar­ar því þannig að þau séu orðin svo mörg sím­töl­in og hann hafi ekki skrifað allt hjá sér sem komið hafi fram í þeim sím­töl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert