Framhaldsskóli í Brúarlandi

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Herdís Sigurjónsdóttir formaður fræðslu-nefndar og Karl Tómasson …
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Herdís Sigurjónsdóttir formaður fræðslu-nefndar og Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar við Brúarland. Mynd Mosfellingur

Næsta haust geta fram­halds­skóla­nem­ar í Mos­fells­bæ sótt nám í heima­byggð því fyr­ir ligg­ur samn­ing­ur milli mennta­málaráðuneyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar um að sett­ur verði á stofn fram­halds­skóli í Mos­fells­bæ frá og með haust­inu 2009.

Mos­fell­ing­ur grein­ir frá því að fyrstu tvö árin fari kennsl­an fram í Brú­ar­landi en Brú­ar­lands­húsið var reist á öðrum ára­tug síðustu ald­ar sem barna­skóli.

„Það er sér­lega ánægju­legt að Brú­ar­land gangi nú í end­ur­nýj­un lífdaga og þar hefj­ist kennsla á nýj­an leik. Nú verður þetta gamla og fal­lega hús tekið í gegn að inn­an sem utan,“ seg­ir Karl Tóm­as­son for­seti bæj­ar­stjórn­ar í sam­tali við Mos­fell­ing.

Fram­halds­skóli sem kenn­ir sig við auðlind­ir og um­hverfi
Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir að sam­kvæmt kostnaðaráætl­un kosti end­ur­bæt­urn­ar um 80 millj­ón­ir króna. Sam­komu­lagið við mennta-málaráðuneytið ger­ir ráð fyr­ir að kostnaður­inn skipt­ist til helm­inga milli rík­is­ins og Mos­fells­bæj­ar.
Að sögn Her­dís­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur for­manns fræðslu­nefnd­ar er stefnt að því að skól­inn kenni sig við auðlind­ir og um­hverfi í víðum skiln­ingi, bæði í nátt­úru sem og um­hverfi manns­ins og sjálf­bærri menn­ingu.

Tólf sóttu um stöðu skóla­meist­ara
Mennta­málaráðuneytið hef­ur aug­lýst eft­ir skóla­meist­ara og rann um­sókn­ar­frest­ur út 17. októ­ber sl. Alls sóttu tólf um stöðuna:

Ágústa Elín Ingþórs­dótt­ir, sviðsstjóri
Ásgrím­ur Ang­an­týs­son, doktorsnemi
Björg Pét­urs­dótt­ir, sér­fræðing­ur
Björg­vin Þóris­son, fram­halds­skóla­kenn­ari
Daní­el Ara­son, tón­lista­kenn­ari
Eyj­ólf­ur Pét­ur Haf­stein, grunn­skóla­kenn­ari
Guðbjörg Aðal­bergs­dótt­ir, skóla­meist­ari
Jó­hann­es Ágústs­son, fram­halds­skóla­kenn­ari
Kol­brún Kol­beins­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari
Kristján Kristjáns­son, verk­efna­stjóri
Ragn­hild­ur Björg Guðjóns­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari
Will­um Þór Þórs­son, aðjúnkt

Ný­verið skipaði mennta­málaráðuneytið skóla­nefnd um nýj­an fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ. Í henni sitja Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir formaður, Ásta Björg Björns­dótt­ir, Eyj­ólf­ur Guðmunds­son, Gylfi Dal­mann og Jón­as Sig­urðsson. Eitt af verk­efn­um nefnd­ar­inn­ar er að ráða skóla­meist­ara og hef­ur hún þegar hafið viðtöl við um­sækj­end­ur. Ber nefnd­inni að skila niður­stöðum til mennta­málaráðherra fyr­ir 12. des­em­ber næst­kom­andi.

Miðað er við að mennta­málaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janú­ar 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka